Skráning í Meistaramótið 2018 hefst á morgun

Nesklúbburinn

Mótanefnd hefur nú gefið út áætlaða leikdaga allra flokka fyrir Meistaramótið 2018 sem hefst laugardaginn 30. júní.

Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar frá síðasta ári.  Þannig eru flokkar 50+ nú eingöngu höggleikur í bæði karla- og kvennaflokki.  Karlar leika af teigum 53 og konur af teigum 47. 

Í flokki 65+ verður leikið bæði í höggleik og punktakeppni.  Karlar og konur leika af teigum 47. 

Kylfingar sem eru 65 ára og eldri hafa um það val hvort þeir skrá sig í 50+ eða 65+.

Í drengjaflokki 14 ára og yngri verður leikið eftir punktafyrirkomulagi.

Annað er óbreytt í flokkaskiptingum frá fyrra ári en annars má sjá niðurröðun flokkanna hér

Athugið að þetta er áætlun og tímarnir geta breyst þegar að ljóst er hver endanlegur fjöldi verður í hvaða flokki fyrir sig.  Það verður gefið út endanlega föstudaginn 29. júní.

Skráning hefst á morgun, miðvikudaginn 20. júní og lýkur fimmtudaginn 28. júní kl. 22.00