Púttmót á sunnudaginn og heildarstaða

Nesklúbburinn

Á sunnudaginn verður að sjálfsögðu púttmót í Risinu eins og venjulega á milli kl. 11.00 og 13.00.  Það verður „tveir fyrir einn“, þ.e. það fá allir tvo 18 holu pútthringi fyrir 500 kallinn og mun sá betri telja.

Aukaverðlaunin þessa viku verður vippkeppni (fínt að taka með sér fleyg- eða sandjárn).  Allir keppendur í púttmótinu fá tvær tilraunir til þess að hitta í mark og fara þá í pottinn fyrir aukaverðlaun.  ATH: þeir sem fara á Þorrablót Gróttu á morgun fá þrjár tilraunir í stað tveggja í vippkeppninni gegn framvísun aðgöngumiðans.

Úrslit síðasta sunnudag urðu eftirfarandi:
1. sæti: Eyjólfur Sigurðsson – 28 högg
2. sæti: Gauti Grétarsson – 29 högg
3. sæti: Gunnar H. Pálsson – 31 högg (betri seinni 9)

Staða 5 efstu í heildarstigakeppninni:
1. sæti: Gunnlaugur Jóhannsson: 30 stig
2. sæti: Eyjólfur Sigurðsson: 28,5 stig
3.-4. sæti: Arnar Friðriksson: 20 stig
3.-4. sæti: Gauti Grétarsson: 20 stig
5. sæti: Guðjón Davíðsson: 19,5 stig 

Reglurnar eru eftirfarandi:

* Leiknar eru 18 holur og kostar hver hringur kr. 500
* Á hverjum sunnudegi er stakt mót en einnig verða veitt verðlaun fyrir samanlagðan árangur.
* Óheimilt er að leika „keppnishringinn“ áður en leikur hefst en heimilt verður að hita upp eins og hver og einn vill.
* Heimilt er að spila fleiri en einn hring hverju sinni og kostar þá hver aukahringur kr. 500 en eingöngu besti hringurinn telur.
* Hægt er að hefja leik á milli kl. 11.00 og 13.00
* Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasætum telja fyrst seinni 9, svo síðustu 6, þá síðustu 3 og að lokum síðasta holan.  Verði keppendur ennþá jafnir verður varpað hlutkesti.

Sjáumst hress í Risinu á sunnudaginn,
Mótanefnd