Nú stendur yfir skráning í ECCO forkeppnina sem haldin verður á laugardaginn. Mótið er 18 holu innanfélagsmót, höggleikur og punktakeppni þar sem veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum á par 3 holum.
Hámarsksforgjöf gefin: Karlar 28 og Konur 36
Í áframhaldandi útsláttarkeppni komast svo 32 bestu punktaskorin þar sem leikið verður um Bikarmeistartitil Nesklúbbsins og svo 16 bestu brúttóskorin sem leika um Klúbbmeistaratitilinn í holukeppni.
Skráning á golf.is hefst föstudaginn 10. maí og lýkur föstudaginn 17.maí kl. 17.00
Þátttökugjald kr. 3.500