ECCO mótið í dag – úrslit

Nesklúbburinn

Fyrsta 18 holu mót sumarsins, ECCO forkeppnin fór fram á Nesvellinum í dag.  ECCO mótið er innanfélagsmót og er eins og venjulega sjálfstætt mót en um leið forkeppni fyrir bæði bikarkeppni klúbbsins og Klúbbmeistarann í holukeppni. Í bikarkeppninni komast áfram 32 efstu í punktakeppni með forgjöf og fyrir klúbbmeistarann í holukeppni komast 16 efstu áfram í höggleik án forgjafar úr mótinu í dag.

Niðurröðun fyrir holukeppnirnar verður birt hér á síðunni á mánudaginn

Það voru 95 þátttakendur í mótinu og urðu helstu úrslit eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar:

1. sæti – Kjartan Óskar Guðmundsson, 69 högg
2. sæti – Nökkvi Gunnarsson, 69 högg
3. sæti – Ingi Þór Ólafson, 73 högg

Punktakeppni með forgjöf:

1. sæti – Daði Ólafur Elíasson, 40 puktar
2. sæti – Kjartan Óskar Guðmundsson, 39 punktar
3. sæti – Elsa Nielsen, 39 punktar

Nándarverðlaun:

2./11. braut – Ingi Þór Ólafson, 20cm frá holu
5./14. braut – Halldór Bragason, 2,31m frá holu