GERUM VIÐ BOLTAFÖR Á FLÖTUM

Nesklúbburinn

Nesvöllurinn er í frábæru ásigkomulagi um þessar mundir.  Vallarstarfsmenn hafa unnið baki brotnu við að gera aðstæður eins og best verður á kosið og því er sorglegt að sjá hvernig umgengni félagsmanna um flatir og glompurnar eru dag eftir dag.  

Munum að boltafar sem gert er við strax getur verið óséð daginn eftir.  Boltafar sem ekki er gert við innan sólahrings getur skilið eftir sig far í allt að mánuð.  Vinsamleg tilmæli frá vallarnefnd eru því einföld: Sameinumst um að halda vellinum í góðu ásigkomulagi, tökum okkur á og GERUM VIÐ BOLTAFÖR Á FLÖTUNUM OG RÖKUM GLOMPURNAR.

Meðfylgjandi slóð sýnir okkur hvernig er best að gera við boltaför á flötum: https://www.youtube.com/watch?v=GuYXMn4tA10