Á þriðja hundrað þátttakendur í Opna Icelandair í dag

Nesklúbburinn

Opna Icelandair mótið fór fram á Nesvellinum í dag.  Í fyrsta sinn var ákveðið að hafa mótið 9 holur og verður vart annað sagt en að það hafi vakið gríðarlega lukku meðal kylfinga, enda hafa aldrei áður hafa jafn margir verið skráðir í eins dags mót á Nesvellinum. Það voru 208 keppendur skráðir til leiks og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í bæði höggleik og punktakeppni ásamt heilum hellingi af aukaverðlaunum.

Helstu úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:

Höggleikur:

1. sæti: Kjartan Óskar Guðmundsson, NK – 34 högg
2. sæti: Dagur Jónasson, GR – 36 högg
3. sæti: Ingi Þór Ólafson, NK – 36 högg

Punktakeppni:

1. sæti: Sölvi Rögnvaldsson, NK – 24 punktar
2. sæti: Hildigunnur Hilmarsdóttir, NK – 24 punktar
3. sæti: Kári Rögnvaldsson, NK – 22 punktar

Aukaverðlaun:

2. braut: Ólafur Benediktsson, NK – 142cm. (næst holu í einu höggi)
3. braut: Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR – 94cm (næst holu í þremur höggum)
4. braut: Sigríður Guðmundsdóttir, GFB – 11,4m (lengsta pútt)
5. braut: Árni Brynjólfsson, GM – 125cm (næst holu í einu höggi)
6. braut: Sverrir Anton Arason, GR (Lengsta upphafshögg)
7. braut: Jón Gunnar Traustason, GÖ (Nákvæmasta upphafshögg)
8. braut: Pétur Guðmundsson, NK – 8cm. (Næst holu í tveimur höggum)

Nánari úrslit mótsins má sjá á golf.is