Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins fyrir árið 2019 verður haldinn í golfskála félagsins fimmtudaginn 28. nóvember nk. kl. 19.30.
Dagskrá:
- Fundarsetning
- Kjör fundarstjóra og fundarritara
- Lögð fram skýrsla formanns
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði.
- Lagðar fram tillögur um breytingar á lögum félagsins ef um er að ræða.
- Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
- Ákveðið árgjald félaga fyrir næsta starfsár.
- Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðenda reikninga skv. 9. gr. laga.
- Önnur mál.
Framboð til formanns: Kristinn Ólafsson
Framboð til stjórnar:
Áslaug Einarsdóttir
Guðrún Valdimarsdóttir
Þorsteinn Guðjónsson
Guðrún Valdimarsdóttir
Þorsteinn Guðjónsson
Fyrir sitja í stjórn þeir Árni Vilhjálmsson, Jóhann Karl Þórisson og Stefán Örn Stefánsson og verður lögum samkvæmt ekki kosið um þeirra sæti í ár.
Samkvæmt 4. grein laga félagsins verða endurskoðaðir reikningar bornir undir fundinn. Rekstrar- og efnahagsreikning fyrir árið 2019 má nú nálgast hér inni á heimasíðunni undir „um NK/skjöl“ eða með því að smella hér.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á fundinn sem eins og áður segir verður haldinn í golfskálanum á fimmtudaginn kl. 19.30.