Það verður að sjálfsögðu púttmót á sunnudaginn í Risinu. Eins og alltaf, bara mæta með pútterinn og kúlu á milli kl. 11.00 og 13.00.
Sama fyrirkomulag og síðasta sunnudag, 2 x 18 holur fyrir kr. 500 þátttökugjald og verða veitt verðlaun fyrir 1. sæti í bæði kvenna- og karlaflokki (betri 18 holurnar telja). Aukaverðlaunin þennan sunnudaginn verða „fæst pútt á 9/18 holu samtals í þeim fjórum skiptum sem þessi hola er leikin hjá hverjum og einum.
Sjáumst hress á sunnudaginn