Arnar Friðriks sigraði fyrsta púttmótið

Nesklúbburinn

Fyrsta púttmót vetrarins var haldið á sunnudaginn í Risinu á Eiðistorgi.  Arnar Friðriksson átti besta hring dagsins en hann lék á 29 höggum.  Í kvennaflokki sigraði Rannveig Laxdal á 31 höggi.  Í aukakeppni dagsins sem var „næstur holu“ í golfherminum sigraði Jón Ólafsson en hann var 1,302 metra frá holu.  Sigurvegarar dagsins geta nálgast verðlaun sín hjá Hjalta í Risinu.

Næsta púttmót fer fram næsta sunnudag og eru félagsmenn hvattir til þess að mæta einhverntíman á milli 11.00 og 13.00 og taka þátt.