Skoðanakönnun Gallup – munið að uppfæra netföngin

Nesklúbburinn

Eins og tilkynnt var síðastliðinn föstudag hefur Gallup verið falið að framkvæma skoðanakönnun á meðal félagsmanna Nesklúbbsins (sjá nánar hér.)  Við framkvæmdina verða notuð netföng félagsmanna sem eru skráð inni á Golfbox.  Það er því mikilvægt að allir gangi úr skugga um að þar sé rétt netfang skráð. 

ATH: Þessi póstur er ekki sendur í gegnum netföngin á Golfbox og því ekki sjálfgefið að þitt netfang sé rétt skráð þar.  Þú sérð hvaða netfang er skráð inni á Golfbox með því að:

1. Skrá sig inn á Golfbox
2. Smella á „Breyta prófílnum
3.  Þar rétt fyrir neðan miðja síðu sérðu hvaða netfang þú ert með skráð

Ef þú vilt breyta því seturðu nýja netfangið inn og muna að ýta svo á „uppfæra“ neðst á síðunni.

Við vonum að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að taka þátt í þessari könnun.

Golfkveðja,
Stjórn Nesklúbbsins