Einnarkylfukeppni NK kvenna þriðjudaginn 9. júní

Nesklúbburinn

Þriðjudaginn 9. júní verður Einnarkylfukeppni NK kvenna haldin þar sem leiknar verða 9 holur með einni kylfu og pútter. Stórskemmtilegt mót fyrir allar konur sem eru meðlimir í Nesklúbbnum þar sem dagskráin er eftirfarandi: 

Mæting er kl.17:30  

Ræst verður út  á öllum teigum kl.18:00 og spilaðar 9 holur.

Skráning hefst á morgun, fimmtudaginn 4. júní kl. 08.30 og lýkur á miðnætti mánudaginn 8. júní.  Skráning fer eingöngu fram í bókinni góðu í golfskálanum.  Hægt er að hringja út í golfskála í síma: 561-1930 til að skrá sig.  Athugið, við verðum að setja hámarksfjölda í mótið og ætlum að miða við 72 konur – fyrstar koma, fyrstar fá.

ATH: NAUÐSYNLEGT ER AÐ GEFA UPP AÐILDARNÚMER VIÐ SKRÁNINGU.  Aðildarnúmer þitt er t.d. (6-1234) þar sem „6“ er númerið á klúbbnum sem þú ert í og „1234“ er alildarnúmer þitt innan viðkomandi klúbbs.

Að móti loknu verður verðlunafhending og kvöldverður í golfskálanum.

Verðlaun eru fyrir 1. – 3. sæti í punktakeppni, nándarverðlaun á báðum par 3 brautum og lengsta upphafshögg á fyrstu braut.

Þátttökugjald í mót, gleði  & kvöldverð er kr. 4.000.-

Hlökkum til að sjá ykkur,
Bryndís, Elsa og Fjóla