Einvígið á Nesinu 2020 fór fram á Nesvellinum síðastliðinn mánudag og eins og áður hefur verið getið, við nokkuð sérstakar aðstæður. Á endanum stendur það uppúr að við náðum að halda mótið í þágu góðs málefnis og klúbbnum til sóma. En það þurfti ansi margt til og langar okkur að færa þakkir til eftirfarandi aðila og fyrirtækja.
Fyrst og fremst keppendum kærlega fyrir þátttökuna og að gefa sér tíma í að taka þátt í þessu.
Covid deild Landspítala Íslands fyrir að vinna þetta með okkur.
Sjálfboðaliðum Nesklúbbsins sem hér stóðu vaktina allan daginn þess að öllum Covid reglum hafi verið framfylgt svo mótið gæti farið fram.
Eftirtöldum fyrirtækjum fyrir að gefa þakklætisvott til keppenda:
Spa of Iceland
Laugar Spa
Sjónvarpi Símans
NTC
Guðmundi KR., ljósmyndara og félagsmanni í Nesklúbbnum.
Sjónvarpi Símans, Loga Bergmann og hans mönnum fyrir að taka þetta upp og mótið verður svo sýnt hjá Sjónvarpi Símans á morgun, fimmtudag kl. 20.00.
Öllum öðrum fjölmiðlum sem fjallað hafa um mótið þökkum við einnig kærlega fyrir.
Sérstakar þakkir fá svo vallarstarfsmaður Golfklúbbsins Keilis og Kópavogs og Garðabæjar. Þetta voru sérstakar aðstæður og þegar mest reyndi á og til að gæta fyllsta öryggis komu vallarstarfsmenn frá þessum klúbbum á mánudagsmorgunn og sáu um að setja völlinn í það flotta ástand sem hann var í. Við erum þeim óendalega þakklátir.
Bjarni Þór Hannesson, vallarstjóri og allir aðrir vallarstarfsmenn Nesklúbbsins fá að sjálfsögðu bestu þakkir.
Við minnum á að styrktarlínurnar eru ennþá opnar – þátturinn verður eins og áður sagði sýndur á Sjónvarpi Símans á morgun, fimmtudag kl. 20.00. Margt smátt gerir eitt stórt.
Kristinn Ólafsson, formaður
Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri