Haraldur Franklín sigraði Einvígið á Nesinu 2020

Nesklúbburinn

Einvígið á Nesinu (Shoot out) góðgerðarmótið fór fram á Nesvellinum í frábæru veðri í dag.  Þetta var í 24. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni, nú Covid-deild Landspítala Íslands. 
Sigurvegari mótsins varð að lokum Haraldur Franklín Magnús.  
Að móti loknu var verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir sitt framlag til málefnisins.  Mótið er eins og áður sagði fyrst og fremst góðgerðarmót og Kristinn Ólafsson formaður Neskúbbsins afhenti að lokum þeim Önnu S. Óskarsdóttur og Gígju Hrund Birgisdóttur Landspítala Íslands staðfestingu á að Nesklúbburinn myndi koma öllu því sem safnast mun í tengslum við mótið.  

Úrslit í Einvíginu 2020 urðu eftirfarandi:

1. sæti: Haraldur Franklín Magnús
2. sæti: Andri Þór Björnsson
3. sæti: Hákon Örn Magnússon
4. sæti: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
5. sæti: Björgvin Sigurbergsson
6. sæti: Bjarki Pétursson
7. sæti: Guðrún Brá Björgvinsdóttir
8. sæti: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
9. sæti: Ólafur Björn Loftsson
10. sæti: Axel Bóasson