Gummi Torfa sigraði Draumahöggið

Nesklúbburinn

Draumahöggið fór fram á Nesvellinum í dag.  Um er að ræða stórskemmtilegan viðburð sem Nesklúbburinn heldur í samstarfi við Einherjaklúbbinn og styrktaraðila.  Þeir kylfingar sem hafa farið holu í höggi á síðastliðnum 12 mánuðum og tilkynnt það hjá Einherjaklúbbnum er boðið að taka þátt í mótinu.  Allir fá eitt högg á teig nr. 2 og sá sem er næst holu vinnur og hlýtur veglegt gjafabréf.  Fari einhver holu í höggi fær hann Mercedes Benz bifreið til eignar frá Öskju.  

Það voru 74 kylfingar skráðir til leiks í dag.  Guðmundur Torfason stóð að lokum uppi sem sigurvegari, en boltinn hans krækti í holuna og endaði að lokum einungis 34cm frá holu.  Það munaði því svo sannarlega litlu að Guðmundur hefði ekið í burt á glænýjum Benz.  

Nesklúbburinn þakkar öllum keppendum fyrir þátttökuna á þessum stórskemmtilega degi.