Völlurinn opnar aftur á morgun

Nesklúbburinn

Í framhaldi af auglýsingu heilbrigðisráðherra gaf GSÍ það út í gær að heimililt væri nú opna golfvelli aftur á höfuðborgarsvæðinu.  Nesvöllurinn mun því opna aftur á morgun, þriðjudaginn 20. október.

Nú er völlurinn gríðarlega viðkvæmur og munu eftirfarandi reglur því gilda og það er nauðsynlegt að fara eftir þeim.

VÖLLURINN

* Það verða engin teigmerki sett niður, það má því slá hvar sem er á teigunum.
* Enn sem komið er verður opið inn á teiga og flatir en nauðsynlegt er að:
  — Gera við ÖLL boltaför á flötum og ALLTAF setja torfusneplana í förin —
* Rástímabókanir á Golfbox
* Völlurinn er EINGÖNGU opinn félagsmönnum

SALERNI

* Það verður opið inn á salerni á meðan að bjart er – hver og einn þarf að framfylgja öllum sóttvarnarreglum, það er nóg af sprittbrúsum þar.

ÆFINGASVÆÐIÐ

* Boltavélin mun einnig opna aftur á morgun.  Það er nauðsynlegt að hver og einn sjái til þess að framfylgja öllum sóttvarnarreglum – það eru sprittbrúsar við boltavélina og eins í æfingaskýlinu. 

Með því að smella hér má sjá tilkynningu GSÍ í heild sinni