Öldungabikarinn

Öldungarbikarinn er holukeppni fyrir eldri kylfinga, karla og kvenna, án forgjafar. Leiknir verða 6 níu holu hringir, tveir á dag. Keppendur raðast samkvæmt Monrad kerfi. Leikdagar eru 19., 20. og 21. júlí ræst út frá kl. 17.00. Allir félagsmenn, konur og karlar, sem eru eldri en 50 ára á árinu geta tekið þátt. Keppendum er raðað í upphafi eftir forgjöf en síðan eftir vinningum. Þeir keppa innbyrðis sem eru næst í röðinni eftir hvern hring. Sá vinnur sem er efstur á listanum eftir 6 hringi. Veitt verða verðlaun fyrir efsta sætið og til þess sem færir sig um flest sæti upp á við. Nánari upplýsingar um mótið, skráningu og þátttökugjald má sjá á Golfbox þegar nær dregur.

Reglugerð mótsins er eftirfarandi:

  1. gr.

Þátttökurétt eiga allir félagar NK, konur og karlar, sem eru orðnir eða verða 50 ára á keppnisárinu.

 Hámarksfjöldi þátttakanda er 48.

Keppnin fer fram ár hvert síðustu vikum júlí.

Karlar keppa frá gulum teigum (53) og konur frá rauðum teigum (47).

  1. 2. gr

Keppnisformið er holukeppni án forgjafar. Leikjaröðun er samkvæmt Monrad kerfi.

Leiknar verða 9 holur í hverri umferð náist ekki úrslit fyrr.

Verði holukeppnin óútkljáð eftir 9 holur deila keppendur með sér vinningi.

Leiknar verða sex umferðir. 

Sá vinnur Öldungabikarinn sem fær flesta vinninga úr 6 leikjum.

Verði tveir eða fleiri með jafnmarga vinninga í lok móts telst sá hafa unnið sem hefur lægra rásnúmer, ofar á keppnislista.

  1. 3. gr.

Í fyrstu umferð raðast keppendur eftir forgjöf. Forgjafarlægsti keppir við þann sem hefur næst lægstu forgjöf. Síðan parast keppendur saman með sama hætti niður listann.

Eftir hverja umferð raðast síðan keppendur eftir fjölda vinninga. Sá sem hefur flesta vinninga keppir við þann sem hefur næst flesta vinninga og síðan parast keppendur saman með sama hætti niður listann.

Hafi keppendur keppt saman áður er leitað að keppanda neðar á listanum sem ekki hefur keppt áður við þann sem er ofar á listanum. Ef enginn finnst neðar á listanum er leitað að keppenda fyrir ofan.

Ef um oddatölu keppenda er að ræða situr sá yfir umferð sem er neðst á listanum og fær einn vinning. Keppandi getur einungis setið einu sinni yfir umferð.

Mæti keppandi ekki til leiks sætir hann frávísun og er keppendum endurraðað.

  1. 4. gr.

Að öðru leiti gilda reglur R&A um holukeppni.