MEISTARAMÓT NK 25. JÚNÍ – 7. JÚLÍ 2022
SKIPTING Í FLOKKA MIÐAST VIÐ GRUNNFORGJÖF.
Meistaraflokkur karla 0 – 4,4 4 dagar Teigar 49 Höggleikur
- Flokkur 4,5 – 10,4 – 4 dagar Teigar 49 Höggleikur
- Flokkur 10,5 – 16,4 – 4 dagar Teigar 49 Höggleikur
- Flokkur 16,5 – 22,4 – 4 dagar Teigar 49 Höggleikur
- Flokkur 22,5 – 36 – 4 dagar Teigar 49 Punktakeppni
Meistaraflokkur kvenna 0 – 12,4- 4 dagar Teigar 44 Höggleikur
- Flokkur 12,5 – 20,4 4 dagar – Teigar 44 Höggleikur
- Flokkur 20,5 – 28,4 4 dagar – Teigar 44 Höggleikur
- Flokkur 28,5 – 42 4 dagar – Teigar 44 Punktakeppni
Stúlknaflokkur 15 ára til 18 ára 3 dagar Teigar 44 höggleikur
Piltaflokkur 15 ára til 18 ára 3 dagar Teigar 49 höggleikur
Stúlknaflokkur 11 – 14 ára og yngri 2 dagar Teigar 44 höggleikur
Drengjaflokkur 11 – 14 ára og yngri 2 dagar Teigar 44 höggleikur
Karlaflokkur 50 ára og eldri 3 dagar Teigar 49 Höggleikur
Karlaflokkur 65 ára og eldri 3 dagar Teigar 44 Höggl./punktar
Karlaflokkur 75 ára og eldri 3 dagar Teigar 44 Punktakeppni
Kvennaflokkur 50 ára og eldri 3 dagar Teigar 44 Höggleikur
Kvennaflokkur 65 ára og eldri 3 dagar Teigar 44 Höggl./punktar
Þátttakendum er eingöngu leyfilegt að spila í einum flokki meistaramótsins.
Leyfilegur flutningur milli flokka
Kylfingar hafa heimild til að flytja sig niður á milli flokka (lægri forgjafarflokk) ef aðeins munar einu höggi milli flokka. Leikmenn verða að óska eftir flutningi milli flokka áður en skráningarfresti lýkur og leika þeir þá í þeim flokki alla keppnina.
Unglingar leika í sínum aldursflokki
Unglingar í flokkum 14 ára og yngri og 15 ára til 18 ára skulu eingöngu leika í sínum aldursflokkum og hafa ekki rétt til að leika í forgjafarflokkum. Mótanefnd hefur þó rétt til að heimila kylfingum 15 til 18 ára þátttökurétt í meistaraflokkum að uppfylltum almennum skilyrðum til þátttöku í meistaraflokki.
SKRÁNINGU Í MEISTARAMÓTIÐ LÝKUR FIMMTUDAGINN 23. JÚNÍ KL. 22:00 FYRIR ALLA FLOKKA
áætlaðir rástímar flokka eru á blaðsíðu eitt, en það skal tekið fram, að rástímar geta breyst eftir að skráningu lýkur og ljóst er um fjölda í hverjum flokki.