MEISTARAMÓT NK 2025
Um skráningu, þátttökuskilmála, flokkaskiptingu, fjölda umferða og keppnisdaga, vísast til reglugerðar um mótið. Eftirfarandi reglur, sérstakir keppnisskilmálar mótsins, eru settir af nefndinni samkvæmt reglum 3 og 21 í golfreglum. Jafnframt gilda í mótinu almennir keppnisskilmálar Nesklúbbsins 2025.
Þáttökurétt eiga þeir einir sem eru fullgildir (ekki aukaaðild) meðlimir í Nesklúbbnum og hafa gert skil á félagsgjöldum.
Keppnin er leikin í flokkum samkvæmt reglugerð og er leikið án forgjafar í öllum flokkum að undanskyldum 3. flokki kvenna og í 4. flokki karla en í þessum flokkum er leikin punktakeppni. Í karla- og kvennaflokki 65+ er leikin punktakeppni sem og í karlaflokki 75+. Í ofangreindum flokkum þar sem leikin er punktakeppni er hámarksforgjöf gefin: 36
Í barna- og unglingaflokkum er leikinn höggleikur með hámarksskor 10 högg á holu. Rástímar eru samkvæmt sérstökum tilkynningum mótsstjórnar.
Ákvörðun um frestun leiks eða niðurfellingu umferða vegna veðurs er í höndum mótsstjórnar. Ef fresta þarf umferð eða umferðum, fækkar mótsdögum sem því nemur.
Leikmenn í öllum flokkum, öðrum en öldungaflokkum karla og kvenna, skulu leika hinar fyrirskipuðu umferðir mótsins gangandi nema með sérstöku leyfi mótsstjórnar.
Notkun farsíma er óheimil nema fyrir fjarlægðamælingar, skorskráningu og til þess að hringja í dómara eða mótsstjórn.
Hámarksleiktími fyrirskipaðrar umferðar (18 holur) er 4 klst. og 20 mín. Viðurlög eru skv. reglu 5-6 um óþarfa tafir við leik.
Ef vafi er á hvað gera skal samkvæmt golfreglum skal kalla á dómara eða leika tveim boltum samkvæmt reglu 6-3d og tilkynna mótstjórn atvikið áður en skorkorti er skilað í mótslok. Mótsstjórn / dómari kveður upp úrskurði áður en úrslit verða kynnt.
Dómarar eru þeir félagar klúbbsins, samkvæmt skipan nefndarinnar, sem dómararéttindi hafa, en þó þannig að enginn þeirra dæmi í þeim flokki þar sem viðkomandi dómari er þátttakandi.
Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasæti í höggleik skulu þeir leika bráðabana til úrslita. Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasæti í punktakeppni, eða höggleik með forgjöf, þá vinnur sá keppandi sem hefur fleiri punkta eða færri nettó högg á síðustu 36 holunum. Ef það dugar ekki þá gilda síðustu 18, þá síðustu 9, 6 og síðustu 3 holurnar og loks síðustu holu. Ef enn er jafnt skal varpa hlutkesti.
Leikmenn skulu vera snyrtilega klæddir við leik í mótinu eins og almennt tíðkast og óheimilt er að leika í gallaklæðnaði.
Mótsstjórn 2025