Félagafundur vegna breytinga á vellinum í sumar

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Gleðilegt sumar kæru félagar,

Eins og fram kom í pistli formanns sem birtur var á heimasíðu klúbbsins og sendur út á póstlista í síðustu viku hefur stjórn klúbbsins samþykkt breytingartillögu vallarnefndar sem eins og áður hefur komið fram gengur út á að gera völlinn öruggari fyrir iðkendur og starfsmenn.

Fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.00 ætlum við að halda kynningarfund í golfskálanum fyrir félagsmenn á þeim tillögum sem samþykktar hafa verið.  Tom Mackenzie golfvallarhönnuður, hjá fyrirtækinu Mackenzie&Eber sem bar hitann og þungan að vekinu, mætir og fer rækilega ofan í tillöguna, forsendur hennar og niðurstöður.  Einnig mun Tom og stjórn klúbbsins svara spurningum félagsmanna ef einhverjar eru.

Þriðjudaginnn 26. apríl munum við birta tillöguna á heimasíðu klúbbsins svo félagsmenn geti verið búnir að kynna sér hana fyrir fundinn.

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta, fundurinn verður eins og áður sagði haldinn í golfskálanum okkar, fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.00.

Stjórnin