Opið golfhermamót 15. – 23. febrúar

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar. Fyrsta golfhermamót ársins á Nesvöllum fer fram dagana 15. – 23. febrúar. Leikið er á The Links at Spanish Bay vellinum í Kaliforníu. Karlar leika af teigum 55 og konur 49. Leikið er með fullri golfbox forgjöf og verða veitt verðlaun fyrir efstu 3 sætin í punktakeppni: 1. sæti = 5 klst inneign á Nesvelli og 10.000 kr …

Fréttapunktar úr vetrarstarfinu

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Vetrarstarf klúbbsins er í fullum gangi en félagsmenn eru greinilega farnir að undirbúa sveifluna fyrir vorferðirnar og sumarið því aðsóknin að Nesvöllum hefur aukist, enda frábær leið til að halda sér í golfformi.  Enn eru þó lausir tímar og hvet ég ykkur öll til að kynna ykkur og nota þessa frábæru aðstöðu sem klúbburinn býður upp á. Það …

Mótaskrá 2025

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Mótaskráin 2025 hefur nú verið birt hér á síðunni undir flipanum mótaskrá.  Þar má sjá öll mót sem haldin verða á vegum klúbbsins.  Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér mótaskránna og um leið að lesa ávallt fyrirkomulag mótanna sem birt verður inni á golfbox þegar nær dregur undir „upplýsingar“ um hvert mót. Meistaramótið verður sömu viku og …

Breyttur opnunartími Nesvalla frá 1. febrúar

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Frá og með 1. febrúar bjóðum við upp á lengri opnunartíma á Nesvöllum á völdum dögum. Stærsta breytingin er að við höfum lengt opnunartímann á föstudögum og laugardögum en einnig hafa verið gerðar smávægilegar breytingar fyrri partinn á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Uppfærður opnunartími Nesvalla sem gildir 1. febrúar – 1. maí 2025 er því sem hér segir: Mánudagar: 10:00 …

Formannspistill

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Formannspistill 27. desember 2024 Kæru félagar, Jólahátíðin hefur þegar gengið í garð og vil ég óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið séuð búin að hafa það gott. Á næsta leiti eru svo áramót, en þá er góður siður að líta aðeins um öxl og meta stöðuna. Þetta er búið að vera prýðis ár á margan hátt, barna- og …

Opnunartími Nesvalla um hátíðarnar

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Opnunartími Nesvalla um hátíðarnar er sem hér segir: Laugardagur 21. des – Opið 10:00 – 16:00 Sunnudagur 22. des – Opið 10:00 – 18:00 Þorláksmessa – Lokað Aðfangadagur – Lokað Jóladagur – Lokað Annar í jólum – Lokað Föstudagur 27. des – Opið 10:00 – 14:00 Laugardagur 28. des – Opið 10:00 – 16:00 Sunnudagur 29. des – Opið 10:00 …

Golfnámskeið í hádeginu eftir áramót

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Undirbúðu þig sem best fyrir golfsumarið 2025! Hádegisnámskeið hjá Guðmundi Erni, íþróttafræðingi og golfkennara hjá NK, hefjast aftur eftir áramót og fara fyrstu námskeiðin af stað strax í byrjun janúar. Um er að ræða fjölbreytt golfnámskeið sem eru að mestu byggð upp sem stöðvaþjálfun, þar sem unnið er í bæði langa og stutta spilinu. Ef þú vilt bæta þig í …

Árgjöld 2025

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæri félagi í Nesklúbbnum, Nú er allt tilbúið í Sportabler fyrir þig til að rástafa greiðslum félagsgjaldsins 2025.  Félagsgjöld fyrir árið 2025 voru samþykkt á aðalfundi klúbbsins þann 28. nóvember síðastliðinn og má sjá hér á heimasíðunni undir um Nesklúbbinn/gjaldskrá (smella hér) Félagsgjöld verða eins og í fyrra innheimt í gegnum vefforritið SPORTABLER.  Viljirðu ráðstafa greiðslufyrirkomulagi sínu sjálf/ur þarftu að …

Innheimta árgjalda 2024 og úrsögn úr klúbbnum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæri félagi í Nesklúbbnum, Nú líður senn að innheimtu félagsgjalda 2025.  Félagsgjöld fyrir árið 2025 voru samþykkt á aðalfundi klúbbsins þann 28. nóvember síðastliðinn og má sjá hér á heimasíðunni undir um Nesklúbbinn/gjaldskrá (smella hér) Félagsgjöld verða eins og í undanfarin ár innheimt í gegnum vefforritið SPORTABLER.  Viljirðu ráðstafa greiðslufyrirkomulagi sínu sjálf/ur muntu þurfa að skrá þig inn á SPORTABLER …

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2024 haldinn á dögunum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn í Hátíðarsal Gróttu síðastliðinn fimmtudag, þann 28. nóvember og var vel sóttur af félagsmönnum. Helstu dagskrárliðir voru þeir að Þorsteinn Guðjónsson formaður klúbbsins gerði grein fyrir skýrslu stjórnar og þá gerði Haukur Óskarsson framkvæmdastjóri grein fyrir reikningum í fjarveru Guðrúnar Valdimarsdóttur, gjaldkera.  Reikningarnir voru svo lagðir fram til atkvæðagreiðslu af fundarstjóra og voru …