Karlotta og Heiðar Steinn Klúbbmeistarar 2025

Nesklúbburinn Almennt

61. Meistaramóti Nesklúbbsins lauk í fyrr í kvöld og eru nýkrýndir klúbbmeistarar þau Karlotta Einarsdóttir sem sigraði í Meistaraflokki kvenna og Heiðar Steinn Gíslason í Meistaraflokki karla.  Karlotta sem var að vinna sinn 21. Klúbbmeistaratitil lék hringina fjóra á 304 höggum.  Í karlaflokki var gríðarleg spenna þar sem Heiðar Steinn og Ólafur Marel voru jafnir að loknum 72 holum á …

Myndir úr Meistaramótinu 2025

Nesklúbburinn Almennt

Hann Guðmundur Kr. ljósmyndari er eins og áður búinn að vera að störfum í Meistaramótinu eins og undanfarin ár.  Fyrir þá sem ekki þekkja til er Guðmundur félagsmaður í Nesklúbbnum okkar og hefur í gegnum tíðina myndað alla stórviðburði sem klúbburinn hefur haldið og á svo sannarlega endalausar þakkir skyldar fyrir ósérhlífna vinnu og stórkostlegar myndir.  Með því að smella …

UPPSELT – Lokahóf Meistaramótsins 2025 – UPPSELT

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Það er uppselt í matinn á lokahófinu – allir velkomnir eftir borðhald Lokahóf Meistaramótsins fer fram núna á laugardaginn, fljótlega eftir að síðustu flokkarnir klára leik.  Dagskráin er nokkuð hefðbundin þar sem að byrjað verður á verðlaunaafhendingu upp úr kl. 19.00.  Í framhaldinu verður borðhald þar sem að boðið verður upp á kvöldverð og skemmtilega kvöldstund saman og þegar líður …

Rástímar fyrir miðvikudaginn 9. júlí

Nesklúbburinn Almennt

61. Meistaramót Nesklúbbsins í fullorðinsflokkum hófst laugardaginn 4. júlí.  Búið er að birta rástíma fyrir morgundaginn á Golfbox eða með því að smella hér. Öll úrslit í mótinu má sjá með því að smella hér Mótsstjórn

Skráning hafin í Öldungabikarinn 2025

Nesklúbburinn Almennt

Hið geysivinsæla mót, Öldungabikarinn er fyrir meðlimi Nesklúbbsins, karla og konur, 50 ára og eldri.  Leikið verður eftir holukeppnisfyrirkomulagi án forgjafar.  Leiknir verða 6 níu holu hringir, tveir á dag.  Keppendur raðast samkvæmt Monrad kerfi (sjá nánar reglugerð með því að smella hér).  Leikdagar eru 21., 22. og 23. júlí, ræst út frá kl. 17.00 alla daga. Allar konur og …

Frábær þátttaka í Meistaramótinu 2025

Nesklúbburinn Almennt

Meistaramót Nesklúbbsins 2025 hófst í gær þegar að barna- og unglingaflokkar hófu leik.  Leikið er í fimm aldursflokkum og er mikil spenna í gangi.   Öll úrslit í mótinu má sjá með því að smella hér. Skráning í forgjafar- og fullorðinsflokka lauk í gærkvöldi og var þátttökumetið sem sett var í fyrra jafnað þar sem 232 meðlimir eru skráðir til leiks.  …

Meistaramótið 2025 – skráningu fer að ljúka

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Lokadagur skráningar í Meistaramótið 2025 er í á morgun miðvikudaginn 2. júlí, kl. 22.00.  Eftir þann tíma verður ekki hægt að skrá sig nema mögulega það hafi ekki áhrif á fjölda ráshópa í hverjum flokki – það vill enginn taka þá áhættu.  Það stefnir í góða þátttöku og það sem meira er að veðurspáinn er bara nokkuð góð.  …

Hrós á þig

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir, Póstlistar Aukaaðild

Kæru félagar, Frá upphafi tímabils höfum við lagt okkur fram við að koma ýmsum skilaboðum til ykkar félagsmanna.  Með þessum skilaboðum höfum við haft það markmið að biðla til ykkar félagsmanna um að taka höndum saman við að halda annarsvegar vellinum snyrtilegri og hinsvegar að halda uppi góðu flæði á vellinum – eða í raun bara á endanum að gera …

Íslandsmeistarar golfklúbba í flokki 14 ára og yngri stúlkna

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Í gær lauk keppni í Íslandsmóti golfklúbba í barna- og unglingaflokkum. Á Kirkjubólsvelli í Sandgerði var keppt í flokki 14 ára og yngri (u14). Nesklúbburinn sendi eitt strákalið og eitt stelpulið til keppni. Í stúlknaflokki var spiluð holukeppni í fimm liða deild, þar sem öll liðin spiluðu við hvert annað. Eftir góðan sigur á GK á miðvikudaginn, og sigur á …

Skráning er hafin í Meistaramótið 2025

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Skráning er nú hafin í fullorðinsflokkum fyrir 61. Meistaramót Nesklúbbsins sem haldið verður dagana 5. júlí – 12. júlí.  Skráning fer fram á Golfbox (smella hér). Allt um Meistaramótið 2025 má nú sjá á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is/Meistaramótið. Taflan sem sýnir áætlaða leikdaga má sjá með því að smella hér en hún sýnir hvaða daga viðkomandi flokkar leika.  Frekari …