Lítill hópur kríu, helsta stöðutákns Nesklúbbsins, hefur sést sveima yfir Nesvellinum nú í morgunsárið. Er þetta í fyrsta skipti sem starfsmenn vallarins hafa séð til kríu þetta árið. Í fyrra voru það nokkrir félagar í klúbbnum sem urðu hennar varir 13. maí þannig að eitthvað hefur hún flýtt för sinni þetta árið. Svo er bara að vona að varp hennar heppnist betur en undanfarin ár og að hún nái að loks að koma upp ungum sínum.