Þriðji dagur meistaramóts – fyrstu meistarar í hús

Nesklúbburinn

Annar flokkur kvenna reið á vaðið eftir hádegi og þeim fylgdu öldungaflokkarnir sem allir luku keppni í dag.

Fyrstu meistarar komu í hús undir kvöld en þeir eru Rannveig Laxdal Agnarsdóttir í öldungaflokki kvenna, Eggert Eggertsson í flokki 55-69 ára og Ólafur A Ólafsson í flokki 70 ára og eldri. Sjá nánari stöðu og úrslit hér að neðan.

2. flokkur kvenna

 Jónína Lýðsdóttir er í afar góðri stöðu fyrir lokadaginn í öðrum flokki kvenna, en hún hefur spilað hringina þrjá á 276 höggum. Jónína á 15 högg á Guðrúnu Valdimarsdóttur sem er önnur en höggi á eftir Guðrúnu er Bjargey Aðalsteinsdóttir.

Staða

Kylfingur

Fgj.

Dagar

Alls

D1

D2

D3

D4

       

Alls

Mismunur

1

Jónína Lýðsdóttir

23

91

93

92

         

276

60

2

Guðrún Valdimarsdóttir

26

98

99

94

         

291

75

3

Bjargey Aðalsteinsdóttir

23

100

94

98

         

292

76

4

Hulda Bjarnadóttir

25

99

89

107

         

295

79

5

Guðlaug Guðmundsdóttir

23

101

105

102

         

308

92

Karlar 55-69 ára – úrslit

Eggert Eggertsson vann góðan sigur í flokki 55-69 ára. Eggert spilaði stöðugt og gott golf dagana þrjá og hafði að lokum sex högga sigur. Þessi sigur er sannarlega gott veganesti fyrir Eggert sem heldur til Króatíu um helgina þar sem hann keppir fyrir Íslands hönd.

Staða

Kylfingur

Fgj.

Hringir

Alls

H1

H2

H3

Alls

Mismunur

1

Eggert Eggertsson

6

79

79

77

235

19

2*

Arngrímur Benjamínsson

3

76

84

81

241

25

3

Jóhann Reynisson

5

82

79

80

241

25

*Arngrímur Benjamínsson vann á 1. holu í bráðabana

 

 

 Öldungaflokkur 70 ára og eldri – úrslit

Ólafur A Ólafsson hafði tveggja högga sigur í Öldungaflokki 70 ára og eldri eftir nokkrar sviptingar á milli daga, en hann spilaði hringina þrjá á 263 höggum. Haraldur Kristjánsson varð annar á 265 höggum samtals og Walter Lúðvík Lentz þriðji á 269 höggum.

Staða

Kylfingur

Fgj.

Hringir

Alls

H1

H2

H3

Alls

Mismunur

1

Ólafur A Ólafsson

14

93

85

85

263

47

2

Haraldur Kristjánsson

12

88

88

89

265

49

3

Walter Lúðvík Lentz

16

87

93

89

269

53

Öldungaflokkur kvenna – úrslit

Rannveig Laxdal Agnarsdóttir lék vel síðasta daginn í öldungaflokki kvenna og hafði að lokum tveggja högga sigur. Kristín Jónsdóttir varð önnur og Bára Guðmundsdóttir þriðja.

Staða

Kylfingur

Fgj.

Hringir

Alls

H1

H2

H3

Alls

Mismunur

1

Rannveig Laxdal Agnarsdóttir

25

102

99

98

299

83

2

Kristín Jónsdóttir

21

97

100

106

303

87

3

Bára Guðmundsdóttir

27

107

108

112

327

111