Staða hjá meistaraflokkum og 1. flokki karla

Nesklúbburinn

Meistaraflokkur karla og kvenna og 1. flokkur karla léku eftir hádegi í dag. Skor var mjög gott á köflum og einhverjar breytingar á stöðu efstu manna.

Meistaraflokkur kvenna – staðan

Karlotta Einarsdóttir er efst í meistaraflokki kvenna þegar keppni er hálfnuð en hún hefur leikið hringina tvo á 159 höggum. Karlotta lék vel í dag, bætti sig um ellefu högg frá því í gær og fékk m.a. þrjá fugla á fimm síðustu holunum. Í öðru sæti, sjö höggum á eftir Karlottu er Helga Kristín Gunnlaugsdóttir. Helga Kristín lék frábært golf í dag, hringur upp á 77 högg sem skilaði Helgu 44 punktum. Glæsilegur árangur. Í þriðja sæti er Áslaug Einarsdóttir á 176 höggum samtals.

Staða

Kylfingur

Fgj.

Dagar

Alls

       

D1

D2

D3

D4

Alls

Mismunur

1

Karlotta Einarsdóttir

4

       

85

74

   

159

15

2

Helga Kristín Gunnlaugsdóttir

13

       

89

77

   

166

22

3

Áslaug Einarsdóttir

13

       

86

90

   

176

32

4

Ágústa Dúa Jónsdóttir

13

       

92

92

   

184

40

5

Helga Kristín Einarsdóttir

13

       

95

92

   

187

43

 

1. flokkur karla – staðan

Kristinn Karl Jónsson er efstur í fyrsta flokki karla þegar keppni er hálfnuð. Kristinn Karl er á samtals 146 höggum, fimm höggum betri en Gunnlaugur H Jóhannsson. Þriðji er Árni Muggur Sigurðsson á 155 höggum samtals.

Staða

Kylfingur

Fgj.

Dagar

Alls

       

D1

D2

D3

D4

Alls

Mismunur

1

Kristinn Karl Jónsson

5

       

71

75

   

146

2

2

Gunnlaugur H Jóhannsson

6

       

74

77

   

151

7

3

Árni Muggur Sigurðsson

5

       

76

79

   

155

11

4

Kristinn Arnar Ormsson

4

       

81

77

   

158

14

5

Rósant Freyr Birgisson

3

       

80

79

   

159

15

Meistaraflokkur karla – staðan

Nökkvi Gunnarsson er áfram í forystu hjá meistaraflokki karla þegar keppni er hálfnuð. Nökkvi lék á 70 höggum í dag og hefur leikið hringina tvo á 135 höggum, eða níu höggum undir pari vallar samtals. Annar er Ólafur Björn Loftsson, höggi á eftir Nökkva á 136 höggum samtals, en Ólafur lék á 68 höggum í dag líkt og í gær. Þriðji er Oddur Óli Jónasson á 139 höggum eða fimm höggum undir pari vallar samtals.

Staða

Kylfingur

Fgj.

Dagar

Alls

       

D1

D2

D3

D4

Alls

Mismunur

1

Nökkvi Gunnarsson

-3

       

65

70

   

135

-9

2

Ólafur Björn Loftsson

-6

       

68

68

   

136

-8

3

Oddur Óli Jónasson

-1

       

69

70

   

139

-5

4

Dagur Jónasson

2

       

73

71

   

144

0

5

Bjartur Logi Finnsson

2

       

75

70

   

145

1

6

Haukur Óskarsson

1

       

69

76

   

145

1