Staðan hjá meistaraflokkum og 1. flokki karla fyrir lokahringinn

Nesklúbburinn

Meistaraflokkur karla og kvenna og 1. flokkur karla léku þriðja og næst síðasta hringinn á meistaramótinu í dag. Ólafur Björn Loftsson sýndi snilli sína í stutta spilinu í dag þegar hann lék á 64 höggum eða átta höggum undir pari.

Meistaraflokkur karla – staðan

Ólafur Björn Loftsson lék á alls oddi í dag þegar hann lék á 64 höggum. Ólafur fékk einn örn, sjö fugla og einn skolla og sýndi hvers hann er megnugur í stutta spilinu. Ólafur er í forystu fyrirr lokahringinn á samtals 16 höggum undir pari. Annar er Nökkvi Gunnarsson á samtals 11 höggum undir pari og þriðji Oddur Óli Jónasson á 10 höggum undir pari. Oddur Óli lék frábært golf í dag en hann kom inn á 67 höggum. Þessir þrír kylfingar skera sig nokkuð úr því níu högg eru í næsta mann, en Bjartur Logi Finnsson er fjórði á einu höggi undir pari.

Staða

Kylfingur

Fgj.

Dagar

Alls

       

D1

D2

D3

D4

Alls

Mismunur

1

Ólafur Björn Loftsson

-6

       

68

68

64

 

200

-16

2

Nökkvi Gunnarsson

-3

       

65

70

70

 

205

-11

3

Oddur Óli Jónasson

-1

       

69

70

67

 

206

-10

4

Bjartur Logi Finnsson

2

       

75

70

70

 

215

-1

5

Guðmundur Örn Árnason

1

       

73

74

71

 

218

2

6

Steinn Baugur Gunnarsson

1

       

73

75

70

 

218

2

1. flokkur karla – staðan

Í fyrsta flokki karla er Kristinn Karl Jónsson með forystu fyrir lokahringinn. Kristinn Karl lék á 75 höggum í dag og hefur leikið hringina þrjá á 5 höggum yfir pari. Flott spilamennska hjá Karli. 10 höggum á eftir Karli er Rósant Freyr Birgisson á 231 höggi samtals og þriðji er Gunnlaugur H Jóhannsson á 232 höggum samtals.

Staða

Kylfingur

Fgj.

Dagar

Alls

       

D1

D2

D3

D4

Alls

Mismunur

1

Kristinn Karl Jónsson

5

       

71

75

75

 

221

5

2

Rósant Freyr Birgisson

3

       

80

79

72

 

231

15

3

Gunnlaugur H Jóhannsson

6

       

74

77

81

 

232

16

4

Kristinn Arnar Ormsson

4

       

81

77

76

 

234

18

5

Árni Muggur Sigurðsson

5

       

76

79

82

 

237

21

Meistaraflokkur kvenna – staðan

Karlotta Einarsdóttir er með örugga forystu í meistaraflokki kvenna, en það er nokkuð kunnugleg staða fyrir Karlottu.  Karlotta hefur leikið hringina þrjá á 233 höggum, 28 höggum betur en Helga Kristín Gunnlaugsdóttir sem er önnur. Jafnar í þriðja til fjórða sæti eru Helga Kristín Einarsdóttir og Áslaug Einarsdóttir, sjö höggum frá öðru sætinu. Helga Kristín Einarsdóttir spilaði flott golf í dag, 81 högg og 40 punktar. Það er nokkuð mjótt á munum frá öðru til fimmta sætis og því spennandi dagur framundan á morgun.

Staða

Kylfingur

Fgj.

Dagar

Alls

       

D1

D2

D3

D4

Alls

Mismunur

1

Karlotta Einarsdóttir

4

       

85

74

74

 

233

17

2

Helga Kristín Gunnlaugsdóttir

13

       

89

77

95

 

261

45

3

Helga Kristín Einarsdóttir

13

       

95

92

81

 

268

52

4

Áslaug Einarsdóttir

13

       

86

90

92

 

268

52

5

Ágústa Dúa Jónsdóttir

13

       

92

92

87

 

271

55