Það ringdi þónokkuð þegar fyrstu hollin fóru út hjá öðrum flokki karla klukkan sjö í morgun. Það var þó logn og blíða og ekki hægt að kvarta yfir aðstæðum. Úrslit réðust í 1. og 2. flokki karla fyrir hádegi en þar báru sigur úr býtum Kristinn Karl Jónsson í 1. flokki og Hinrik Þráinsson í 2. flokki. Hamingjuóskir til þeirra.
2. flokkur karla – úrslit
Hinrik Þráinsson vann góðan sigur í öðrum flokki karla á 335 höggum samtals, en Hinrik tók forystu eftir annan hring og lét hana ekki af hendi. Spennan var þó í hámarki á lokahringnum og sigurinn tæpur því höggi á eftir Hinrik var Hólmsteinn Björnsson á 336 höggum. Þriðji varð Þorsteinn Guðjónsson á 341 höggi samtals.
Staða |
Kylfingur |
Fgj. |
Dagar |
Alls |
||||||||
D1 |
D2 |
D3 |
D4 |
Alls |
Mismunur |
|||||||
1 |
Hinrik Þráinsson |
11 |
87 |
80 |
84 |
84 |
335 |
47 |
||||
2 |
Hólmsteinn Björnsson |
12 |
82 |
88 |
84 |
82 |
336 |
48 |
||||
3 |
Þorsteinn Guðjónsson |
13 |
83 |
90 |
82 |
86 |
341 |
53 |
1. flokkur karla – úrslit
Kristinn Karl Jónsson bar sigur úr býtum í 1. flokki karla og var ellefu höggum betri en næsti maður. Kristinn Karl var í forystu frá fyrsta degi og sigurinn nokkuð öruggur. Kristinn Karl lék sinn lakasta hring í mótinu í dag en hans helstu keppinautar náðu ekki að nýta sér það í vil og léku flestir einnig sinn lakasta hring. Það fór því svo að Kristinn hafði sigur á 301 höggi samtals. Annar varð Gunnlaugur H Jónsson á 312 höggum og þriðji Rósant Freyr Birgisson á 314 höggum.
Staða |
Kylfingur |
Fgj. |
Dagar |
Alls |
||||||||
D1 |
D2 |
D3 |
D4 |
Alls |
Mismunur |
|||||||
1 |
Kristinn Karl Jónsson |
5 |
71 |
75 |
75 |
80 |
301 |
13 |
||||
2 |
Gunnlaugur H Jóhannsson |
6 |
74 |
77 |
81 |
80 |
312 |
24 |
||||
3 |
Rósant Freyr Birgisson |
3 |
80 |
79 |
72 |
83 |
314 |
26 |