Hótel saga – úrslit

Nesklúbburinn

Opna Hótel Sögu mótið fór fram í blíðskapaveðri á Nesvellinum í dag og voru rúmlega 100 kylfingar sem tóku þátt.  Skor kylfinga var í takt við veðrið og var greinilegt að keppendur kunnu vel við sig í blíðunni.  Keppt var eftir punktafyrirkomulagi og í höggleik.  Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum á par þrjú holum.  Bestum árangri dagsins náði Rósant Birgisson en hann lék á 68 höggum og fékk fyrir það 43 punkta og sigraði báða flokkana.  Þar sem ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum samkvæmt keppnisskilmálum endar Rósant í 1. sæti í höggleik en þiggur ekki verðlaun í punktakeppninni.  Sigurvegari í punktakeppninni varð því Oddný Rósa Halldórsdóttir með 42 punkta.  Annars voru helstu úrlsit eftirfarandi:

Nándarverðlaun:

2. hola: Ágúst Þorsteinsson, NK – 2,70 Metrar
5. hola: Vignir Sveinsson, GMS – 1,12 Metrar
11. hola: Arnar Friðriksson, NK – 1,01 Metrar
14. hola: Jón Gunnar Gunnarsson, GK – 1,52 Metrar

Punktakeppni:

1. sæti – Oddný Rósa Halldórsdóttir, NK – 42 punktar
2. sæti – Guðmundur Bergmann Hannah, GL – 40 punktar
3. sæti – Áslaug Einarsdóttir, NK – 40 punktar

Höggleikur:

1. sæti – Rósant Birgisson, NK – 68 högg
2. sæti – Guðmundur Örn Árnason, NK – 69 högg
3. sæti – Haukur Óskarsson, NK – 70 högg

Nánari úrslit á golf.is