Úrslit í þriðja mótinu í októbermótaröðinni

Nesklúbburinn

Rúmlega fjörtíu kylfingar mættu í þriðja og næstsíðasta mótið í októbermótaröðinni sem haldið var síðastliðinn sunnudag í blíðskaparveðri á Nesvellinum.  Mótið var að vanda 9 holu punktakeppni og var leikið á vetrarflatir.  Margir skiluðu inn frábærum hringjum og voru t.a.m. sjö kylfingar með yfir 20 punkta.  Annars voru helstu úrslit eftirfarandi:

1. sæti: Friðrik J. Arngrímsson – 24 punktar
2. sæti: Grímheiður Jóhannsdóttir – 24 punktar
3. sæti: Björn B. Þorláksson – 23 punktar

Hægt er að nálgast verðlaun í mótinu sem haldið verður næsta sunnudag