Herrakvöldið framundan – það toppar þetta ekkert!!!

Nesklúbburinn

Eins og áður hefur verið auglýst verður hið árlega herrakvöld Nesklúbbsins nú haldið föstudaginn 1. mars næstkomandi.   Oft hefur dagskráin verið góð og kvöldin heppnast vel en nú stefnir í hreint út sagt magnað kvöld með þríeyki í forsvari sem aldrei hefur komið fram saman áður og mun sennilega aldrei gera það aftur.

 
Veislustjóri verður enginn annar en Þór Sigurgeirsson og þeir vita það sem til þekkja að það vill enginn missa af þessu. Jóhannes Haukur, leikari og skemmtikraftur verður með uppistand og til að toppa kvöldið verður ræðumaður kvöldsins enginn annar en Guðmundur Davíðsson, félagi í Nesklúbbnum til fjölda ára.  

Margrómað og umtalað hlaðborð Kristjáns verður að sjálfsögðu í boði, vínkynning, golfþraut og happdrættið til styrktar unglingastarfi klúbbsins á sínum stað.  

Kvöldið hefst kl. 19.00 og nú skal kofinn fylltur.  Aðeins verða um 70 miðar í boði og því um að gera að hafa hraðar hendur því fyrstir koma fyrstir fá.  

Miðaverð er aðeins kr. 5.500.- og má nálgast miða á haukur@nkgolf.is eða í síma: 860-1358