Skráning hafin í Byko mótið á laugardaginn

Nesklúbburinn

BYKO vormótið sem er fyrsta alvöru mót sumarsins á Nesvellinum fer fram á laugardaginn og er skráning hafin á golf.is.  Mótið er punktamót þar sem veitt verða verðlaun fyrir fimm efstu sætin, ásamt verðlaunum fyrir besta skor brúttó og nándarverðlaunum.  Búið verður að opna inn á sumarflatir og því um að gera fyrir félagsmenn að mæta og taka þátt í skemmtilegu móti.  

Á morgun, fimmtudag fer svo hinn árlegi hreinsunardagur fram.  Það er mikill fjöldi verkefna sem liggur fyrir, veðurspáin er með besta móti og eru þvi allir hvattir til þess að mæta og hjálpa til