Hreinsunardagurinn verður á fimmtudaginn

Nesklúbburinn

Hreinsunardagurinn sem fresta þurfti síðasta laugardag verður haldinn núna á fimmtudaginn, 9. maí sem er Uppstigningardagur.  

Á hverju ári markar hreinsunardagurinn upphaf hvers golftímabils hjá Nesklúbbnum.  Félagsmenn, gamlir sem nýir fjölmenna stundvíslega kl. 10.00 og taka til hendinni við hin ýmsu störf, sbr. að þökuleggja, bera á skálann, týna rusl o.fl.  Klukkan 12 er svo blásið til klassískrar pylsuveislu á pallinum að hætti Krissa og í framhaldinu verður 9 holu texas-scramble mót fyrir þá sem vilja þar sem að sjálfsögðu verður leikið inn á sumarflatir.

Það er von þeirra sem að undirbúningi dagsins koma að sem flestir mæti og sýni samhug í verki við að koma vellinum í eins gott ástand og hægt er fyrir sumarið.