Fyrsta þriðjudagsmót kvenna á morgun

Nesklúbburinn

Kæru NK konur,

Við viljum minna á fyrsta þriðjudagsmót sumarsins sem verður haldið nk þriðjudag 14. maí.  

Reglur fyrir þriðjudagsmót NK kvenna:

Kvennamótin eru fyrst og fremst ætluð til að hafa gaman en auðvitað er nauðsynlegt að hafa reglur um þau því allar viljum við að þau séu sanngjörn.

–         Heimilt er að byrja að spila:

   o     9 holur á milli kl. 09.00 og 20.00

   o   18 holur á milli kl. 09.00 og 18.00

         Skrá verður þátttöku og greiða gjald áður en leikur hefst.

         Skráning í mót er á þátttökublaði í kvennanefndarkassanum í veitingasölu og þátttökugjald 1.000 kr. er greitt í umslag í kassanum.

         Ef 18 holur hafa verið spilaðar er ekki heimilt að skila inn skorkorti fyrir 9 holur.

         Ef leiknar eru 18 holur skal spila þær eins og í öðrum mótum og ekki heimilt að taka langt hlé á milli hringja.

Að öðru leyti gilda almennir keppnisreglur Nesklúbbsins.

Kennsla:

Steinn Baugur mun vera með kennslu á miðvikudögum kl.17:00 og hefjast tímar í byrjun júní (fylgist með á töflu varðandi nánari upplýsingar)

Vonandi sjáumst við sem flestar og höfum gaman af!

Kvennanefndin