Vinnudagur á miðvikudaginn – sjálfboðaliðar óskast

Nesklúbburinn

Núna á miðvikudaginn, 15. maí verður haldinn vinnudagur á Nesvellinum.  Nú er búið að malbika göngustíginn við 5. og 9. teiga og því þarf að ganga frá torfi þar í kring.  Klárað verður að hreinsa upp af 4. brautinni og við mönina á æfingasvæðinu ásamt nokkrum litlum atriðum í viðbót.  Þetta ætti ekki að taka langan tíma með duglegu fólki og er því óskað eftir að félagsmenn mæti á milli 17.00 og 17.30 og þessi verkefni kláruð.  

Til þess að geta gert okkur grein fyrir mætingunni óskum við eftir að fólk tilkynni sig á nkgolf@nkgolf.is eða í síma 561-1930.

Vallarnefnd