Viðburðaríkar vikur í barna- og unglingastarfinu að baki

Nesklúbburinn Almennt

Í ágúst fóru fram Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri auk Íslandsmóts barna og unglinga í höggleik.  Nú í upphafi september mánaðar fór svo fram Íslandsmótið í holukeppni á Unglingamótaröðinni.

 

Við í NK sendum 4 lið til leiks í Íslandsmóti 12 ára og yngri sem er það mesta sem við höfum sent á Íslandsmót en keppt var í 5 deildum á þremur völlum.

 

Liðin okkar í Íslandsmóti U12 voru eftirfarandi:

NK1 (strákar 2011 og 2012) – Hvíta deildin:
Heiðar Örn Heimisson
Bjarni Hrafn Andrason
Leifur Hrafn Arnarsson
Aron Bjarki Arnarsson
Tjörvi Þór Brink Antonsson
Þorkell Máni Kristinsson

Úrslit: 6. sæti

NK2 (stelpur 2011 og 2012) – Bláa deildin:
Elísabet Þóra Ólafsdóttir
Þórey Berta Arnarsdóttir
Emma Daðadóttir
Jóhanna Kristmundsdóttir

Úrslit: 3. sæti

NK3 (strákar 2013) – Græna deildin:
Knútur Emmanuel Nunez
Kormákur Dúa Kristinsson
Máni Gunnar Steinsson
Hendrik Már Sigmundsson

Úrslit 3. sæti

NK4 (strákar 2014) – Rauða deildin:
Jón Agnar Magnússon
Júlí Róbert Helgason
Felix Leó Helgason
Gunnar Helgi Kristinsson
Gunnar Egill Davíðsson

Úrslit 2. sæti

 

Á Íslandsmótunum í höggleik og holukeppni áttum við í NK fjölda þátttakenda sem öll voru klúbbnum til mikils sóma. Elísabet Þóra Ólafsdóttir vann silfurverðlaun í Íslandsmótinu í höggleik 12 ára og yngri og brons í Íslandsmótinu í holukeppni. Einnig er gaman að segja frá því að Benedikt Sveinsson Blöndal 13 ára kylfingur úr Nesklúbbnum átti lægsta skor á á 18 holu hring í Íslandsmótinu í höggleik þetta árið en hann lék lokadaginn á Íslandsmótinu í Korpunni (Sjórinn-Áin) á 66 höggum eða 6 höggum undir pari í keppni 13-14 ára drengja en Benedikt fékk sjö fugla og einn örn lokadaginn.