Úrslit í hjóna- og parakeppni NK

Nesklúbburinn

Hjóna- og parakeppni Nesklúbbsins var haldin í blíðskaparveðri í dag. Fullt var í mótið og mættu hjón og pör huguð til leiks þar sem leikið var með greensome fyrirkomulagi en þar slá báðir kylfingar upphafshögg, velja betri boltann og slá til skiptis þar til boltinn er kominn í holu. 

Keppni var hörð og sáust mikil tilþrif á vellinum. Eiginmenn sáust segja eiginkonum til og eitthvað var um að konur kvörtuðu yfir því að þurfa að draga vagninn. Allir skemmtu sér þó konunglega og höfðu gaman af. 

Úrslit í mótinu voru eftifarandi: 

1. sæti:

Oddný Ingiríður Yngvadóttir og Jón Ólafur Ísberg – 66 högg nettó

2. sæti:

Guðrún Valdimarsdóttir og Hörður Felix Harðarson – 69 högg nettó *

3. sæti: 

Kristín Erna Gísladóttir og Örn Baldursson – 69 högg nettó

*Guðrún og Hörður voru betri á seinni níu

Nándarverðlaun: 

2. hola – Oddný Rósa Halldórsdóttir

5. hola – Kristín Erna Gísladóttir