Ágætu félagar,
Það er klúbbnum okkar sérlega mikilvægt að þið kynnið ykkur neðangreint erindi frá Kaupmannahafnarháskóla og svarið könnuninni sem allra fyrst. Hér er um að ræða merka samnorræna könnun sem mun að líkindum nýtast okkur vel í samskiptum við bæjarbúa og bæjaryfirvöld í því skipulagsferli sem nú er í vinnslu.
Með fyrirfram þökk,
Haukur Óskarsson
framkvæmdastjóri
INSTITUT FOR GEOVIDENSKAB OG
NATURFORVALTING
KÖBENHAVNS UNIVERSITET
Taktu þátt í að móta framtíð golfsins
Landslagsarkitektúr- og skipulagsdeild Kaupmannahafnarháskóla vinnur um þessar mundir að könnun meðal kylfinga í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og á Íslandi. Tilgangurinn er að safna upplýsingum um afstöðu kylfinganna sjálfra til þess hvernig golfvellir eigi að vera í framtíðinni.
Nesklúbburinn er eini íslenski golfklúbburinn sem tekur þátt í könnuninni en ástæða þess er hin mikla umræða sem fram hefur farið undanfarin misseri um skipulag Vestursvæðanna á Seltjarnarnesi. Mikilvægt er að taka fram að mest af því sem spurt er um í könnuninni eru almennar hugmyndir ? en alls ekki eitthvað sem þegar er búið að ákveða.
Við vonum að að þú viljir svara spurningum okkar. Ef til vill þykir þér „að þær komi þér lítið við“. En það er mjög mikilvægt að við fáum svör frá sem allra flestum – bæði nýliðum og lengra komnum, ungum sem eldri félögum, með háa jafnt og lága forgjöf.
Könnunina finnur þú á þessum tengli:
https://www.survey-xact.dk/LinkCollector?key=7GVH3TT91N3J
– smelltu á tengilinn eða afritaðu hann og settu hann inn í þann vafra sem þú notar að jafnaði.
Það tekur aðeins 15-20 mínútur að svara könnuninni og að sjálfsögðu er engin leið að rekja svörin til þín. Við hlökkum til að fá svörin frá þér – gjarnan sem allra fyrst.
Með fyrirfram þökk fyrir hjálpina.
Bestu kveðjur,
Frank Søndergaard Jensen
(Rannsóknarstjóri)
Ole Hjorth Caspersen
(Rannsóknarstjóri)