Viltu fara með í útskriftarferð PGA golfkennaraskólans næsta vor?

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar.

Næsta vor stefna yfir 40 golfkennaranemar á útskrift úr PGA golfkennaraskóla Íslands. Í hópnum eru fjórir meðlimir Nesklúbbsins (Magnús Máni, Guðmundur Örn, Jóhannes Guðmundsson og Guðmundur Gíslason) sem auglýsa eftir þátttakendum í frábæra golfferð sem nemendahópurinn hefur skipulagt til Novo Sancti Petri á Spáni dagana 14. – 22. maí 2025.

Ferðin er fullkomin fyrir alla kylfinga, óháð getu, sem vilja bæta leik sinn og njóta skemmtilegrar golfupplifunar. Þetta er einstakt tækifæri til að bæta golftæknina, læra nýja hluti og koma heim tilbúin/n í íslenska golfsumarið 2025.

Skráningarfrestur er til 31. október og þurfa áhugasamir því að hafa hraðar hendur!

Sendu póst á magnus@nkgolf.is eða gudmundur@nkgolf.is ef þú vilt skrá þig í ferðina eða fá frekari upplýsingar.