Birkir Már Birgisson sem verið hefur verið vallarstjóri á Nesvellinum undanfarin tvö sumur hefur látið af störfum hjá klúbbnum. Klúbburinn þakkar honum fyrir sín störf í þágu klúbbsins og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.
Ráðningu á nýjum vallarstjóra lauk í síðustu viku er ráðinn var í starfið Stuart Mitchinson. Stuart er frá Newcastle í Englandi, er menntaður í grasvallarfræðunum og hefur áður starfað sem vallarstjóri í Mosfellsbæ sem og hjá einum af fremstu golfvöllum í bæði Noregi og Ástralíu.
Stuart mun hefja störf í byrjun árs 2025 og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til starfa hjá Nesklúbbnum.