Það var fremur hráslaðalegt veður sem tók á móti fyrstu keppendunum í ECCO mótinu í morgun. Það hlýnaði þó þegar líða tók á daginn og þrátt fyrir stöku skúri var ágætis golfveður á Nesvellinum í dag. ECCO mótið er eins og venjulega bæði sjálfstætt mót og einnig forkeppni fyrir Bikarkeppni klúbbsins og Klúbbmeistarann í holukeppni. Í bikarkeppninni komast áfram 32 efstu í höggleik með forgjöf og fyrir klúbbmeistarann í holukeppni komast 16 efstu áfram í höggleik án forgjafar úr mótinu í dag.
Nökkvi Gunnarsson sigraði mótið í dag í höggleik án forgjafar á 67 höggum og með forgjöf sigraði Davíð Kristján Guðmundsson á 68 höggum nettó. Sú sjaldgæfa staða kom upp 7 kylfingar voru jafnir í 3. sæti og þurfti því ansi fjölmennan bráðabana til að knýja fram úrslit um það sæti sem Steinn Baugur Gunnarsson hlaut að lokum. Helstu úrslit urðu annars eftirfarandi:
Höggleikur án forgjafar:
1. sæti – Nökkvi Gunnarsson, 67 högg
2. sæti – Ólafur Björn Loftsson, 71 högg
3. sæti – Steinn Baugur Gunnarsson, 75 högg
Höggleikur með forgjöf:
1. sæti – Davíð Kristján Guðmundsson, 68 högg nettó
2. sæti – Guðjón Ómar Davíðsson, 69 högg nettó
3. sæti – Nökkvi Gunnarsson, 70 högg nettó
Nándarverðlaun:
2./11. hola – Arnar Friðriksson, 1,69m frá holu
5./14. hola – Skúli Friðrik Malmquist, 3,07m frá holu