Kæru félagar,
Það er blíða í kortunum á laugardaginn næsta. Stuart vallarstjóri er sáttur með hvernig vatnið er að setjast á vellinum þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði en að hefjast handa við hreinsun á vellinum okkar.
Eins og Stuart sagði „we’re going to need a small army to get things fixed“. Planið er að gera þetta í nokkrum áhlaupum á næstu vikum.
Við leitum því til allra sem geta og hafa tíma til að mæta næstkomandi laugardag kl 11:00 með skóflu, fötu, hanska og góða skapið. Við reiknum með að þessi törn taki 2-3 tíma, en auðvitað er líka mjög vel þegið ef þið getið komið hluta af tímanum.
Golfkveðja,
Guðmundur Páls