Búið er að gera svæðið hægra megin við fjórðu brautina upp að veginum allt saman að hliðarvatnstorfæru (rautt svæði). Breytingin nær yfir svæðið á bakvið hólana sem eru á milli suðurenda Bakkatjarnar og að heimreiðinni en það svæði var áður skilgreint sem kargi eða röff. Þessar breytingar eru fyrst og fremst gerðar til þess að flýta leik og gildir um þetta svæði regla 26 (vatnstorfærur) í golfreglubókinni.