Styrktarmót unglinga á uppstigningadag – skráning í gangi

Nesklúbburinn

Á uppstingningardag, fimmtudaginn 29. maí, verður haldið styrktarmót þar sem allur ágóði rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Mótið er haldið í samstarfi við NESSKIP.

Leikið verður eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og einnig fyrir besta skor án forgjafar og nándarverðlaun á par 3 holum.

Mótið er opið öllum kylfingum.

Teiggjöf: Kassi af sportþrennu

Hámarksforgjöf gefin: karlar: 28 og konur: 36.

VERÐLAUN:

Punktakeppni:

1. sæti – 20.000 kr. gjafabréf frá A4
2. sæti – 15.000 kr. gjafabréf frá A4
3. sæti – 10.000 kr. gjafabréf frá A4
15. sæti – 5.000 kr. gjafabréf frá A4
25. sæti – 5.000 kr. gjafabréf frá A4
50. sæti – Sveiflugreining frá Nökkva Gunnarssyni golfkennara

Besta skor án forgjafar: 20.000 kr. gjafabréf frá A4

Nándarverðlaun:

2./11. hola – 5.000 kr. gjafabréf frá A4

5./14. hola – 5.000 kr. gjafabréf frá A4

Skráning er hafin á golf.is – þátttökugjald aðeins kr. 3.500