Skemmtilegt afmælismót að baki

Nesklúbburinn

Í dag fór fram afmælismót Nesklúbbsins sem haldið var í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins.  Fínt veður var fram eftir degi og þó aðeins hafi bæst í vindinn þegar líða tók á var frábær þátttaka í mótinu þar sem 188 félagar úr klúbbnum hófu leik.  Boðið var upp á rjúkandi vöfflur á meðan á mótinu stóð og var skálinn skreyttur með blöðrum og fínheitum.   Mótið sjálft var punktamót og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin ásamt nándarverðlaunum á par 3 holum.  Frábær skor litu dagsins ljós hjá mörgum kylfingum og fór þar fremst Ragna Kristín Guðbrandsdóttir sem hlaut 26 punkta sem er glæsilegur árangur.   Annars urðu helstu úrslit eftirfarandi:

Punktakeppni:

1. sæti – Ragna Kristín Guðbrandsdóttir – 26 punktar
2. sæti – Kristbjörg Jóhannsdóttir – 24 punktar
3. sæti – Rögnvaldur Dofri Pétursson – 23 punktar

Nándarverðlaun:

2. braut – Oddný Rósa Halldórsdóttir – 31,5cm 
5. braut – Gísli Birgisson – 151,5cm

ATH: Mótið verður ekki gert upp til forgjafar en þeir sem vilja færa það inn á golf.is geta nálgast skorkortið sitt á skrifstofunni.