Afmælismót Nesklúbbsins á fimmtudaginn – fyrir alla félagsmenn

Nesklúbburinn

Afmælismót Nesklúbbsins verður haldið á Nesvellinum fimmtudaginn 12. júní í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins.

Fyrirkomulagið er 9 holu punktamót þar sem félagsmenn geta komið og spilað þegar þeir vilja.  Hefja má leik á milli kl. 09.00 og 20.00.  Eingöngu er heimilt að taka einn hring í mótinu þó völlurinn verði að sjálfsögðu opinn fyrir þá sem vilja spila meira.  Allir skulu skrá sig til leiks á skrifstofunni áður en byrjað er að spila í mótinu.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin ásamt nándarverðlaunum á par 3 holum.

Mótsgjald er kr. 0

Boðið verður upp á heitar vöfflur með sultu og rjóma á milli kl. 11.00 og 20.00 eða á meðan birgðir endast.

Allir félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og eiga saman ánægjulegan dag í góðu veðri og fagna um leið þessum merku tímamótum hjá klúbbnum okkar.