Skráning hafin í Jónsmessumótið – bara gaman

Nesklúbburinn

JÓNSMESSUMÓTIÐ 2014 VERÐUR HALDIÐ LAUGARDAGINN 21. JÚNÍ.  MÓTIÐ HEFUR HEPPNAST ÁKAFLEGA VEL UNDANFARIN ÁR OG ERU ALLIR FÉLAGSMENN HVATTIR TIL AÐ MÆTA Í ÞETTA STÓRSKEMMTILEGA MÓT.

RÆST VERÐUR ÚT AF ÖLLUM TEIGUM KL. 18.00

HAPPY HOUR HJÁ KRISSA FRÁ KL. 16.30 – 18.00

LEIKIÐ VERÐUR TEXAS SCRAMBLE Á LÉTTU NÓTUNUM. ALLIR FÉLAGSMENN KLÚBBSINS ERU HVATTIR TIL AÐ TAKA ÞÁTT ÞVÍ ÞETTA ER BARA GAMAN J

MARGT VERÐUR MEÐ ÖÐRU SNIÐI EN VENJULEGA. 

ÞAÐ VERÐA AFBRIGÐILEGAR HOLUSTAÐSETNINGAR, NÁNDARVERÐLAUN Á 1. BRAUT, LUKKU-PÚTTHOLAN OG LUKKUKERRAN VERÐA Á SÍNUM STAÐ. AÐ SJÁLFSÖGÐU VERÐUR BÚNINGAKEPPNI
OG AUKAVERÐLAUN FYRIR SKRAULEGASTA HÖFUÐFATIÐ

ÞAR SEM AÐ KLÚBBURINN ER 50 ÁRA Í ÁR ER ÞEMA MÓTSINS LITIRNIR Í MERKI KLÚBBSINS:

RAUTT, HVÍTT, GULT OG SVART

MÓTSNEFND MUN DRAGA Í LIÐ.

AÐ MÓTI LOKNU VERÐUR STANDANDI VEISLUHLAÐBORÐ AÐ HÆTTI KRISSA OG VERÐLAUNAAFHENDING

SKRÁNING ER HAFIN Á TÖFLUNNI Í GOLFSKÁLANUM

ATH. ALDURSTAKMARK ER 18 ÁR

 VERÐ:

MÓT OG MATUR KR. 4.500
BARA MÓT: 2.000 – BARA MATUR: 3.500