Styrktarmót Óla Lofts fer fram 2. júlí

Nesklúbburinn

Styrktarmót fyrir Ólaf Björn Loftsson atvinnukylfing úr Nesklúbbnum fer fram á Nesvellinum miðvikudaginn 2. júlí.  Mótið hafði áður verið sett á fimmtudaginn 26. júní en þar sem að Ólafur hlaut á dögunum boð um að keppa á móti á bresku atvinnumótaröðinni í golfi í næstu viku hefur styrktarmótið verið fært aftur um tæpa viku.  Mótið verður nánar auglýst hér á síðunni þegar nær dregur.