Dagana 28. mars – 16. apríl héldum við opið golfhermamót til styrktar barna- og afreksstarfs Nesklúbbsins.
Alls tóku 50 manns þátt í mótinu og voru glæsileg verðlaun í boði frá Nesklúbbnum, Ráðagerði, Brútta, World Class, Apótek Kitchen & Bar, Laugar Spa, Hamborgarabúllunni, GG Sport, Húrra, Domino’s, Done, Golfklúbbnum Leyni, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, Golfklúbbi Kiðjabergs og ÓJK-Ísam.
Helstu úrslit úr mótinu má sjá hér að neðan. Haft verður samband við vinningshafa um leið og þeir geta nálgast verðlaunin sín.
Punktakeppni:
- sæti – Bergur Óli Guðnason, 51 punktur.
- sæti – Kristín Markúsdóttir, 46 punktar.
- sæti – Kjartan Sævarsson, 43 punktar.
- sæti – Gylfi Geir Guðjónsson, 42 punktar.
- sæti – Jón Ingi Elísson, 42 punktar.
Höggleikur:
Besta skor – Guðmundur Örn Árnason, 62 högg
Nándarverðlaun:
4. hola – Birkir Blær Gíslason, 0,6 m.
6. hola – Kjartan Steinsson, 0,1 m.
9. hola – Pétur Steinn Þorsteinsson, 0,2 m.
12. hola – Óskar Dagur Hauksson, 2,3 m.
14. hola – Birkir Blær Gíslason, 4,8 m.
16. hola – Bjargey Aðalsteinsdóttir, 0,6 m.
Við þökkum keppendum kærlega fyrir þátttökuna og óskum vinningshöfum til hamingju.