Kæru félagsmenn,
Nú hefur verið opnað fyrir rástímaskráningu á Golfbox. Eins og fram hefur komið verða teknar í gildi nýjar reglur fyrir rástímabókanir í sumar í takt við aðra golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið með þessum breytingum er umfram allt að auka skilvirkni og minnka “hamstur” þannig að sem flestir félagsmenn eigi möguleika á því að fá rástíma þegar þeir vilja spila golf á Nesvellinum. Tilraunir hafa verið gerðar með þessar reglur og í ánægjukönnun eru tæp 80% félagsmanna ánægðari með þetta fyrirkomulag.
Reglur fyrir rástímabókanir 2025 á Nesvellinum eru:
- Fyrir félagsmenn verður opið fyrir rástímabókanir tvær vikur fram í tímann (þetta er í raun aðalbreytingin).
- Hver félagi getur að hámarki haft fjórar bókanir (fjóra rástíma/skipti) í kerfinu.
- Félagsmaður getur kl. 20.00 á hverjum degi bókað rástíma fyrir næsta dag án þess að það hafi áhrif á uppsafnaðan fjölda bókana í kerfinu.
- Allir sem koma á Nesvöllinn þurfa áfram að skrá sig inn á völlinn með QR kóða sem er í anddyri golfskálans.
- Afbóka skal rástíma a.m.k. tveimur klukkustundum fyrir bókaðan rástíma.
Við hvetjum alla til þess að kynna sér nánari reglur um rástímaskráningar á heimasíðu klúbbsins (smella hér). Einnig má þar sjá þau viðurlög sem í gildi hafa verið og reynt verður nú að fylgja enn betur eftir en áður.
Stjórn Nesklúbbsins