Eins og fram kom í morgun var fyrsta degi Meistaramótsins 2014 aflýst vegna veðurs. Mótstjórn ákvað í framhaldinu að kanna hvort hægt væri að setja þá flokka sem áttu að spila í dag inn á aðra daga. Það reyndist því miður ekki mögulegt fyrir alla flokkana og varð niðurstaðan því sú að dagurinn í dag fellur niður hjá 2. og 3. flokki kvenna og 3. og 4. flokki karla sem munu fyrir vikið leika þrjá daga. Öldungaflokkarnir sem áttu að leika í dag munu hinsvegar leika sinn þriðja dag þriðjudaginn 8. júlí, í framhaldi af ráshópunum sem eiga að fara út þá um morguninn.