Fyrsta leikdegi aflýst í Meistaramótinu

Nesklúbburinn

Fyrsta leikdegi í Meistaramóti Nesklúbbsins hefur verið aflýst vegna veðurs.  Þar sem boltinn helst ekki stöðugur á flötum er völlurinn ekki leikfær og eftir samtal við veðurstofu Íslands sem gaf út að veðrinu myndi ekki lægja fyrr en undir kvöld var það mat og ákvörðun mótsnefndar og dómara mótsins að réttast er að aflýsa deginum.  Rástímar fyrir sunnudaginn 6. júlí verða birtir hér á vefnum síðar í dag.