Það voru veðurbarnir kylfingar sem fóru um Nesvöllinn í dag miðvikudag. Meistaraflokkar karla og kvenna hófu leik í dag, líkt og 1. og 2. flokkur karla.
Það var meistaraflokkur kvenna sem reið á vaðið klukkan sjö í morgun við ágætis aðstæður þó að vissulega blési nokkuð hraustlega. Klúbbmeistari Nesklúbbsins frá því í fyrra, Helga Kristín Einarsdóttir, er með 10 högga forystu eftir glæsilegan hring í dag, en hún spilaði á 76 höggum. Helga Kristín Gunnlaugsdóttir er önnur á 86 höggum og Ágústa Dúa Jónsdóttir þriðja á 89 höggum.
Meistaraflokkur kvenna | D1 | |
Helga Kristín Einarsdóttir | 76 | |
2. | Helga Kristín Gunnlaugsdóttir | 86 |
3. | Ágústa Dúa Jónsdóttir | 89 |
4. | Sigrún Edda Jónsdóttir | 90 |
5. | Ragna Björg Ingólfsdóttir | 91 |
Næstir í röðinni voru kylfingar í meistaraflokki karla. Skor var nokkuð gott miðað við aðstæður, eins og búast má við af okkar bestu kylfingum. Steinn Baugur Gunnarsson er efstur eftir fyrsta hring, en hann spilaði á pari vallar. Margfaldur klúbbmeistari, Ólafur Björn Loftsson, er annar á 74 höggum. Jafnir í þriðja til fjórða sæti eru Guðjón Ármann Guðjónsson og Guðmundur Örn Árnason á 75 höggum. Örfá högg skilja að efstu menn og mikil keppni framundan næstu daga.
Meistaraflokkur karla | D1 | |
Steinn Baugur Gunnarsson | 72 | |
2. | Ólafur Björn Loftsson | 74 |
3. – 4. | Guðjón Ármann Guðjónsson | 75 |
3. – 4. | Guðmundur Örn Árnason | 75 |
5. | Bjartur Logi Finnsson | 77 |
1. flokkur karla fóru út á eftir meistaraflokki og gáfu þeir lítið eftir í keppni við meistaraflokkskylfingana. Efstur að loknum fyrsta keppnisdegi er Friðrik Jón Arngrímsson en hann spilaði hringinn á 78 höggum. Annar er Valur Kristjánsson á 80 höggum og þriðji Baldur Þór Gunnarsson á 82 höggum. Þrír menn eru jafnir á 83 höggum og svo raðast menn í næstu sæti örfáum höggum þar á eftir og áfram stutt í næstu menn þar á eftir.
1. flokkur karla | D1 | |
Friðrik Jón Arngrímsson | 78 | |
2. | Valur Kristjánsson | 80 |
3. | Baldur Þór Gunnarsson | 82 |
4. – 6. | Jónatan Jónatansson | 83 |
4. – 6. | Hinrik Þráinsson | 83 |
4. – 6. | Hallur Dan Johansen | 83 |
Síðastir út fyrir hádegi voru kylfingar í drengjaflokki 15 – 18 ára sem spiluðu sinn annan hring í dag. Gunnar Geir Baldursson heldur forystusætinu en hann hefur spilað hringina tvo á 173 höggum. Sigurður Örn Einarsson vann sig upp í annað sætið með góðum hring í dag en hann spilaði á 84 höggum og er samtals á 177 höggum. Sverrir Anton Arason er þriðji sjö höggum á eftir Sigurði og Arnar Már Heimisson fjórði.
Drengir 15 – 18 ára | D1 | D2 | Samtals | |
1. | Gunnar Geir Baldursson | 88 | 85 | 173 |
2. | Sigurður Örn Einarsson | 93 | 84 | 177 |
3. | Sverrir Anton Arason | 90 | 94 | 184 |
4. | Arnar Már Heimisson | 127 | 135 | 262 |
Fjölmennasti flokkur mótsins, 2. flokkur karla, hóf leik eftir hádegi í dag. Sigurður H B Runólfsson er efstur eftir daginn en hann spilaði á 85 höggum. Jafnir í 2. – 3. sæti eru Rögnvaldur Dofri Pétursson og Björn Birgir Þorláksson sem spiluðu á 87 höggum. Örn Baldursson er fjórði á 88 höggum og svo koma næstu menn þétt á eftir.
2. flokkur karla | D1 | |
Sigurður H B Runólfsson | 85 | |
2. – 3. | Rögnvaldur Dofri Pétursson | 87 |
3. – 3. | Björn Birgir Þorláksson | 87 |
4. | Örn Baldursson | 88 |
5. – 8. | Skafti Harðarson | 90 |
5. – 8. | Þorkell Helgason | 90 |
5. – 8. | Sigfús Jón Helgason | 90 |
5. – 8. | Eyjólfur Sigurðsson | 90 |
1. flokkur kvenna rak lestina í dag og hóf leik klukkan tvö þegar enn blés hressilega. Matthildur María Rafnsdóttir heldur forystunni þegar keppni er hálfnuð og á eitt högg á Erlu Ýr Kristjánsdóttur sem er önnur. Kristín Erna Gísladóttir er þriðja, fimm höggum á eftir Erlu.
1. flokkur kvenna | D1 | D2 | Samtals | |
1. | Matthildur María Rafnsdóttir | 87 | 97 | 184 |
2. | Erla Ýr Kristjánsdóttir | 88 | 97 | 185 |
3. | Kristín Erna Gísladóttir | 91 | 99 | 190 |
4. | Þuríður Halldórsdóttir | 90 | 102 | 192 |
5. | Sigríður Hafberg | 91 | 102 | 193 |